Færsluflokkur: Kvikmyndir

Himinbrún mótmælt

Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef upplifað næstum því uppreisn á bíósýningu. Mynd sem fjallar um mótmælanda var mótmælt hressilega. Myndin byrjaði vel og við sáum marga góða leikara, t.d. gamli maðurinn, pabbi prófessorsins. Hann var fantagóður. Aðalstjarna myndarinnar Hanna Schygulla lék gömlu konuna, móður vinkonu stúlkunnar sem stóð í mótmælunum. Myndin hélt manni dáldið föstum við atburðarásina til að byrja með, en þetta voru eilífar flækjur. Svo kom að því að myndin fór að óskýrast, önnur hliðin á myndinni fór úr fókus og smátt og smátt varð enski textinn allur í þoku. Fyrst datt manni í hug að leikstjórinn væri að leggja áherslu á tilfinningar fólksins í leiknum, en þegar þetta jókst að mun og maður heyrði bara tal á þýsku og enski textinn í þoku meira og minna og myndin oft úr fókus, þá fór að ljókka ástandið. Fólk hrópaði að það ætti að biðja alla afsökunar á þessu. Sumir stóðu upp og fóru út. Það var mikil ókyrð í salnum. Ég verð að segja það að mér varð hálfillt í höfðinu á því að góna á myndina fara svona úr fókus. Ég hefði aldrei farið að sjá þessa mynd ef ég hefði vitað hvernig hún var. En leikararnir stóðu vel fyrir sínu. Þó var þessi Hanna ekkert betri en hinir aðalleikararnir.

Sicko er enn sýnd

Það virðist vera að kvikmyndin Sicko um ameríska heilbrigðiskerfið hafi aldeilis slegið í gegn. Í Morgunblaðinu í morgun er sagt að hún verði sýnd nokra daga í viðbót. Húrra, húrra. Verið nú snögg, það er ekki oft að góðar myndir eru sýndar hér. Eintómt rusl bæði í bíóunum og í sjónvarpinu. Ég er hissa hvað langlundargeð almennings er mikið gagnvart börnunum þegar verið er að sýna úr byssumyndunum á kvöldin fyrir fréttir. Auðvitað ætti þetta ekki að líðast. Það ætti að banna þessar auglýsingar strax.

Framlenging á Sicko

Í gær hvatti ég ykkur til að sjá kvikmyndina Sicko, síðasti dagur væri í gær. Nú verður hún sýnd áfram, líklega vegna þess að það hefur verið svo góð aðsókn. Ég hvet ykkur til þess að fara nú á bíó og sjá þessa velgerðu og fróðlegu mynd. Það er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir því hvernig það þjóðfélag er sem við erum alltaf að færast nær og nær. Það getur verið að augu ykkar opnist fyrir þessu slæma þjóðfélagi sem er í vestri. Amerísk menning er ekki að mínu skapi. Byssumyndir og fjandsamlegt þjóðfélag á allan máta. Nei takk. Veljum heldur evrópska menningu eins og hún er best.

Sicko

Hvað er Sicko? Það er kvikmynd um heilbrigðisþjónustu Bandaríkjanna. Hún er með bestu myndum sem ég hef séð lengi, mjög vel gerð og sýnir á hnittinn hátt hvað Bandaríkin eru raunverulega mikið á eftir öðrum ríkjum í heilbrigðismálum. Fólk þarf að vera tryggt hjá einhverju tryggingarfélagi til þess að það sé tekið inn á spítala, annars er því bara hent út á götuna. Í myndinni er gerður samanburður við önnur lönd og mig minnir að Bandaríkin séu í 17 sæti. Við ættum frekar að taka okkur Evrópulönd til fyrirmyndar heldur en þennan hrylling sem viðgengst í þessu mesta ,,lýðræðisríki heims" Bandaríkjunum. Í Bretlandi, Frakklandi og Kanada er heilbrigðisþjónustan ókeypis. Jafnvel á Kúbu er hún greidd af almannafé. Besta heilbrigðisþjónustan á vegum Bandaríkjanna er í Quantanamo fangelsinu á Kúbu. Í guðana bænum sjáið þið Sicko, það er síðasta tækifærið í kvöld.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband