Framsýn lífeyrissjóðsstjórn

Það hefur verið brotið blað í sögu lífeyrissjóðsmála á Íslandi. Þegar harðnar á dalnum fara menn að kryfja málin til mergjar og spyrja spurninga og vilja vita um upphaf sjóðanna. Af hverju sitja atvinnurekendur í stjórnum lífeyrissjóðanna? Sjómannadeild Lífeyrissjóðs Framsýnar samþykkti nýlega að krefjast þess að atvinnurekendur sætu ekki lengur í stjórn síns sjóðs, því þeir hefðu annarra hagsmuna að gæta en launþegarnir í sjóðnum. Þetta hefur ekki skeð í næstum hálfa öld. Launþegar hafa bara látið sér það lynda að atvinnurekendur væru að vasast með peninga verkalýðsstéttarinnar í alls konar vafasömum fjárfestingum og hefur nú komið á daginn að þeim er ekki treystandi lengur til að annast fjármálastjórn sjóðanna.

Ég tek heilshugar undir þessi sjónarmið þeirra og hvet alla verkalýðssinna til þess að koma atvinnurekendum frá völdum strax á næsta ári. Eins þarf að koma fleiri konum í stjórn sjóðanna, því þær eru gætnari en karlarnir.

Þegar við bókbindarar stofnuðum okkar sjóð í vinnudeilu 1959 voru gerðar nokkrar tilraunir til þess að við fengjum meirihluta í stjórn, en það var aldrei gerð nein alvarleg tilraun. Tillagan um lífeyrissjóð var sett fram í samningum þar sem við fórum fram á 15% launahækkun, en í staðinn fyrir hana fengum við 6% greiðslur í sjóðinn frá atvinnurekendum. Við borguðum sjálf 4% af okkar launum.

Síðan hefur lítið verið rætt um þetta mál í verkalýðshreyfingunni svo ég viti, en guð láti gott á vita, ef nú er viðhorfsbreyting að verða.


mbl.is Óeðlilegt að atvinnurekendur sitji í stjórnum lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er meira vit í kollinun á þeim, en þeim sem stjórna öllu landinu

l (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 22:00

2 identicon

Merkilegt hvað þetta vit kemur seint fram, eins og hjá flestum kemur það í "hindsight"

Gulli (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband