Arnarstofninn í sókn

Það var gleðilegt að heyra að arnarstofninn er að rétta við. Hér á Suðurlandi verptu arnarhjón á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Hreiður þeirra var í Núpafjalli í Ölfusi, rétt fyrir ofan gamla bæinn. Ég sá þá oft hnita hringa í loftinu mjög hátt uppi yfir Hveragerði og einu sinni var ég staddur upp við Hamarinn og þá kom örn og settist í bjargið ekki langt frá mér. Í síðasta sinn sem þeir verptu og komu upp unga þá datt hann úr hreiðrinu og Núpamenn náðu honum og ólu hann í nokkurn tíma í auðu fjárhúsi. Síðan var hann til sýnis í gamla barnaskólanum upp í Hveragerði. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur kom og merkti hann. Síðan var honum sleppt. Þetta skeði um 1940 og ég býst við að hernaðarumsvifin í Kaldaðarnesi á þessum árum hafi hafi átt sinn þátt í að ernir hurfu af Suðurlandi. En nú eru þeir komnir aftur og það væri gaman að heyra um það ef einhver sést á þessum slóðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband