Hátekjuskattur er sjálfsagður

Ég skil ekki af hverju Ingibjörg Sólrún vill ekki hátekjuskatt. Það er ekki trúverðugt að segja að allir verði að leggja sitt af mörkum og hlífa svo hátekjumönnunum. Þetta gengur ekki. Ég er hræddur um að Persson hefði ekki verið ánægður með þetta. Við krefjumst þess að Samfylkingarfólk komi vitinu fyrir formanninn. Hvernig er með þennan aðstoðarmann hennar sem talaði um ruglið í Ögmundi í þættinum ,,Fram til lýðræðis". Vill hún ekki láta að sér kveða. Það hlýtur að muna um það sem kæmi frá hátekjufólki. Er ekki líka hægt að segja að það muni ekkert um það sem á að skera niður hjá iðnnemum? Nú, mér finnst að Ingibjörg Sólrún geti ekki annað en komið á hátekjuskatti, jafnvel þó hún segi að hann sé táknrænn og muni ekki um hann. Þetta er nauðsynlegt samt. Annars ætti Samfylkingin að slíta stjórnarstarfinu strax.
mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hátekjumenn borga nú þegar lang mest í skatta. Þetta hugtak hátekjuskattur er þess vegna afstætt. Því hærri tekjur sem þú hefur því meira ertu skattpíndur. Staðreynd.

Jóhann (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:39

2 identicon

Ingibjörg og Jóhann eru ekki jafnaðarmenn og skilja ekki hugtakið. Eins þreps tekjuskattur á krepputímum er hneyksli.

Þessi formaður Samfylkingarinnar á að víkja.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:45

3 identicon

Hátekjuskattur bitnar mest á miðstéttinni. Þegar sérskattur er settur á hátekjufólk þá minnkar það neyslu á teygnum munaðsvörum. Þegar ég tala um teygna vöru þá meina ég vöru þar sem framboð og eftirspurn getur minnkað eða aukist tilltölulega hratt og mikið á stuttum tíma. Hvaðan koma munaðsvörurnar? Margar hverjar koma frá litlum fyrirtækjum í eigu miðstéttarfólks. Við getum tekið nuddara sem dæmi. Ef fjölskylda á nuddstofu þá mun hátekjuskatturinn leiða til þess að sumt efnað fólk sem fer reglulega í nudd fækkar komum sínum til nuddstofunar eða hættir jafnvel alveg. Þetta leiðir til þess að nuddstofan þarf að segja upp nuddurum. Ef fáir nuddarar vinna hjá fyrirtækinu gæti jafnvel komið til gjaldþrots.

Kveðja,

Gulli 

Gulli (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:55

4 identicon

Þeir sem hafa hærri tekjur borga þegar hærra hlutfall af sínum tekjum til samfélagsins, persónuafslátturinn er föst tala þannig að eftir því sem launin eru hærri þess hærri prósentur greiðir viðkomandi af þeim í skatt. Það er ekki réttlátt að þeir beri einnig hærri prósentu. Svo er spurning hver er skilgreiningin á "hátekjum" - ég er ekki höll undir þau ofurlaun sem tíðkast hafa hjá ákveðnum einstaklingum undanfarin ár, þykir slíkt siðlaust og beinlínis rangt út frá sjónarhorni almennra huthafa. Tel það hins vegar frekar kallast millitekjur þegar fólk er á bilinu 400.000-1.000.000 í launum og það fólk ber fyllilega sitt hlutfall af samfélagskostnaðinum.

Unnur (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:03

5 identicon

Það eru allir að taka þátt. Sá sem hefur 500 þús. í laun borgar hærra hlutfall af sínum launum til samfélagsins en sá sem hefur 200 þús. - og talsvert hærri krónutölu (leggur þ.a.l. meira til samneyslunnar í tvöföldum skilningi) - þetta er innbyggt í kerfið vegna fastrar krónutölu persónuafsláttar. Þeir sem e.t.v. má segja að taki "minni" þátt eru þeir sem hafa skýlt sér á bak við fjármagnstekjur eingöngu og þ.a.l. einungis greitt fjármagnstekjuskatt - en það er annað mál og hefur ekki með hátekjuskatt að gera.

Unnur (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:19

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér er verulega misboðið sem jafnaðarmanni og get ekki kinnroðalaust játað að hafa ljáð Samfylkingunni atkvæði mitt í síðustu kosningum. Mistök eru til að læra af þeim. En maður getur huggað sig við að ríkisstjórnin segist reyna að standa vörð um velferðarkerfið! En sækir einhver annar að því en ríkisstjórnin sjálf?

Athugasemd við nr.1. Jóhann, skattur af atvinnuleysisbótum 130.000, kr hækkar úr 12.402 kr í 14.352 kr eða 1.950 kr. við þessa skattabreytingu. Ráðstöfunartekjur þess atvinnulausa lækka úr 117.598 kr í 115.648 kr. Ef við 10 földum tekjudæmið og hugsum okkur mann með 1.300.000, þá lækka ráðstöfunartekjur hans úr 869.674, kr í 850.174, kr. Hvor þessa aðila telur þú að líði fyrir skattpíningu? Hvor er líklegri að hafa þol fyrir hækkun skatta?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2008 kl. 14:19

7 identicon

Hvernig er það hægt að kalla sig jafnaðarmann og leggja til að setja á fjölþrepa skattkerfi? Hver er jöfnuðurinn við það að menn borgi misstórann hlut af tekjum sínum til samfélagsins???

Mín skoðun er að skattkerfi með einu skattþrepi og persónuafslætti sem fasta krónutölu sé það sem hægt er að kalla jöfnuð. Allir borga jafnan hlut af tekjum sínum til samfélagsins en þó er þeim tekjuminnstu hlíft með persónuafslætti.

Þegar svo menn fara að spila á kerfið og stunda skattasvindl er það allt annað mál.

Gunnar Runólfsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:32

8 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þarna kemur berlega í ljós mismunur á að vera ráðherra í stjórn annarsvegar og að vera í stjórnarandstöðu   þessir ráðherrar eru ekki með nokkur dug og leggja niður öll mál þó þau séu prinsipp mál bara af því að þeir eru ráðherrar

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 12.12.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband