Svikamyllan REI

Það er margt sem kemur upp á yfirborðið eftir orrahríð síðustu daga. Það er með ólíkindum hvað menn láta hafa eftir sér, eins og t.d. að hafa skrifað undir þennan einokunarsamning við REI án þess að hafa lesið samninginn áður!!! En það segist fyrrv. borgarstjóri hafa gert. Eftir á kom í ljós að þessi tillaga sem samþykkt var á eigendafundinum veitti REI einkarétt á þjónustu OR utan Íslands til tuttugu ára. Þetta eru ekkert annað en svik af hálfu þeirra manna sem borgarstjóri treysti. Og hverjir voru það sem hann treysti ? Hann segir það ekki beinlínis. Það hljóta að hafa verið forstjóri Orkuveitunnar og líklega Bjarni Ármannsson og einhverjir væntanlegir fjárfestar eða fjárgróðapungar. Svo kom líka í ljós að þessi fundur var líklega óleglega boðaður og þá spyr ég. Er þá ekki málið dautt og ónýtt. Þetta er ekki löglegur gjörningur. Eða hvað? Mér finnst að þegar menn haga sér á þennan hátt eins og þessir ráðgjafar og fjárglæframenn þá eigi að sækja þá til saka og dæma þá í fangelsi eins og hverja aðra óbótamenn, því það má telja þessi brot þeirra til glæpaverka. Allavega ætti að leysa þá frá störfum nú þegar, ef þeir á einhvern hátt koma ennþá nálægt áhrifastörfum í þjóðfélaginu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband