Áin Tana

Árið 2001 kom út ljóðabókin Bjartir frostdagar eftir Rauni Magga Lukkari í þýðingu Einars Braga. Í inngangi segir frá höfundinum. Rauni er fædd árið 1943 í Utsjoki í Finnlandi, yngst 13 systkina og ólst upp í föðurhúsum til fermingaraldurs en fór þá að sjá fyrir sér sjálf. Utsjoki er á austurbakka árinnar Tana sem skiptir þar löndum með Finnlandi og Noregi. Árdalurinn er byggður Sömum báðumegin fljóts og því ærið hlálegt að hann er talinn finnskur öðrumegin, norskur á hina hlið - en hvergi samískur! Samísk börn fengu ekki kennslu í móðurmáli sínu í skólum. Rauni Magga Lukkari lærði ekki að skrifa móðurmál sitt fyrr en hálffertug, en þá var hún við nám í samískum fræðum við Tromsøháskóla.

Fyrsta ljóð hennar á samísku fjallar um bernskuána Tana:

Ég ræ yfir ána mína
á föður míns
á afa míns
ýmist yfrað norska bakka
eða þeim finnska
Ég ræ yfir ána mína
að bakka móður minnar
að bakka föður míns
og spyr: hvar
eiga heimilislaus börn sér hæli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband