4.12.2007 | 10:29
Bílar með biluð ljós
Við höfum verið dálítið á ferðinni að undanförnu, farið nokkrum sinnum til Reykjavíkur og lent í myrkri á heimleið austur fyrir fjall. Það hefur verið áberandi í seinni tíð að maður mætir oft bílum sem eru bara með annað ljósið að framan. Þetta er mjög bagalegt í svartamyrkri og gæti sjálfsagt valdið slysum. Það er eins og maður sé að mæta mótorhjóli en svo eru þetta breiðir bílar. Í gær keyrði þetta um þverbak, við mættum hverjum bílnum á fætur öðrum sem voru ljóslausir öðrum megin. Ég taldi fimm bíla á stuttum tíma.
Nú spyr ég. Af hverju er ekkert eftirlit með þessu lengur? Einu sinni þurftu allir bílar að koma í ljósaskoðun, mig minnir einu sinni á ári, á haustin, og fengu límmiða á rúðuna hjá sér. En það virðist ekki vera lengur og lítið eftirlit af hálfu lögreglu í þessum efnum því hún er svo fáliðuð. Að setja allt sitt traust á einstaklinginn virðist ekki ganga upp þegar kemur að ýmsum öryggismálum í þjóðfélaginu. Þetta er svona á fleiri sviðum. Nóg í bili.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.