Í minningu Vilhjálms frá Skáholti

Í fyrradag, 30. des. flutti Gunnar Stefánsson ţátt um Vilhjálm frá Skáholti á Rás 1 í tilefni ţess ađ öld var liđin frá fćđingu hans. - Fyrsta ljóđabók Vilhjálms kom út 1931 og 4 árum seinna kom út bókin ,,Vort daglega brauđ". Hún var síđan endurprentuđ ári seinna og 3ja útg.kom út 1950. Ađrar bćkur hans voru ,,Sól og menn" 1948, ,,Blóđ og vín" 1957 og úrval ljóđa hans,,Jarđnesk ljóđ" kom síđan út 1959. Helgi Sćmundsson var útgefandi og hann gaf einnig út heildarsafn kvćđa Vilhjálms ,,Rósir í mjöll" áriđ 1992. Á 45 snúninga plötu sem ég á og kom út einhvern tíma eftir miđja öldina síđustu les Vilhjálmur upp sjö ljóđ sín og ţar er ţetta fallega ljóđ ,,Tvö veglaus börn". Upplestur hans er alveg meistaraverk og hlusta ég oft á ţessa gömlu upptöku og sé ţá Vilhjálm fyrir mér í anda ţar sem hann gengur niđur Laugaveginn og hefur upp hönd sína og raust:

Tvö veglaus börn

Tvö lítil börn í leik í hvítum sandi

međ ljóđ í svip.

Og tón á vör sem fagur frelsisandi

bjó fegurst grip.

Tvö dreymin hjörtu er drógu burt frá landi

sín draumaskip.

 

Úr hvítum sandi stoltu skipin runnu

og stefndu á leiđ

til ókunns lands í lyfting börnin unnu

sinn lokaeiđ.

Ađ sigra allt og sigla djarft ţau kunnu

sinni draumaskeiđ.

 

Og allt um kring barst söngur sćvardísa

um sigra manns,

sem lagđi á djúp viđ dreymna sál en vísa

og dáđir hans,

sem einatt vildi litlum börnum lýsa

leiđ til sannleikans.

 

Í ljóđsins mynd reis landiđ eins og alda

af öllu ríkt,

međ glitrík blóm og gulliđ ţúsundfalda

í gleđi vígt,

sem hugi ţeirra hóf til ćđstu valda

viđ hljómsins mýkt.

 

Sjá langt í fjarska ţar sem heiđblátt hafiđ

viđ himinn bar

og sólir ófu gulliđ geislatrafiđ

í gullnum mar.

Ţau eygđu land í ljósum gróđri vafiđ

og lentu ţar.

 

Ţau stigu á land međ von sem vćngi breiddi

veröld mót.

En draumsins böđull börnin ungu leiddi

um brunniđ grjót

og grafarauđnin gleđi hjartans deyddi

svo grimm og ljót.

 

Og ţađ var kvöl í brjóstum ungra barna,

sem brynni á góm.

Eitt vítisbál ţví yndiđ allt ađ tarna

var eintómt hjóm.

Sjá gróđurinn bar engan ávöxt ţarna

og engin blóm.

 

Öll fegurđ ljóđsins féll í myrkriđ svarta,

sem feigđin ól.

Ţau héldu á burt međ sorg í sćrđu hjarta

og sál er kól.

Tvö lítil börn sem vildu veröld bjarta

međ vori og sól.

 

Og enn má sjá hvar sigla undan landi

tvö sorgmćdd börn,

um langsótt haf í leit ađ hvítum sandi

viđ litla tjörn.

Tvö vanrćkt hjörtu er villtust burt frá landi,

tvö veglaus börn.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband