Landið helga (brot)

Þótt allir knerrir berist fram á bárum
til brots við eina og sömu klettaströnd,
ein minning fylgir mér frá yngstu árum,
- þar er sem bliki á höfn við friðuð lönd.
Ég man. Ein bæn var lesin lágt í tárum
við ljós, sem blakti gegnum vetrarhúmið.
Og svo var strokið lokki af léttri hönd,
sem litla kertið slökkti og signdi rúmið.

Einar Benediktsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Megið þið Ragna og ykkar fólk, njóta gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  Guð veri með ykkur.

Pjetur Hafstein Lárusson, 24.12.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kærleikskveðja til þín og þinna Svanur minn og takk fyrir góða viðkynningu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband