24.12.2008 | 10:49
Landið helga (brot)
Þótt allir knerrir berist fram á bárum
til brots við eina og sömu klettaströnd,
ein minning fylgir mér frá yngstu árum,
- þar er sem bliki á höfn við friðuð lönd.
Ég man. Ein bæn var lesin lágt í tárum
við ljós, sem blakti gegnum vetrarhúmið.
Og svo var strokið lokki af léttri hönd,
sem litla kertið slökkti og signdi rúmið.
Einar Benediktsson.
Athugasemdir
Megið þið Ragna og ykkar fólk, njóta gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Guð veri með ykkur.
Pjetur Hafstein Lárusson, 24.12.2008 kl. 13:09
Kærleikskveðja til þín og þinna Svanur minn og takk fyrir góða viðkynningu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.