16.8.2009 | 13:31
Lífeyrissjóðir í umræðu síðustu daga
Ég las með athygli grein Lilju Mósesdóttur í DV 14. ágúst s.l., sem heitir LÁN EINKAAÐILA FALLA Á RÍKIÐ. Hún vill skuldaniðurfellingu til að minnka líkurnar á því að Ísland geti ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Svo segir hún: „Það er samt mjög erfitt að fara fram á það þar sem við erum eignamikil þjóð með lífeyrissjóðina okkar. Við fáum ekki eðlilega meðhöndlun hvað varðar skuldir einkaaðila. Það er verið að setja of mikið af skuldum einkaaðila á ríkið vegna þess að við eigum of digra lífeyrissjóði". Hvað meinar Lilja? Hvað kemur þetta lífeyrissjóðunum við?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.