Nýr hver á gamla hverasvæðinu í Hveragerði

Þessi hver byrjaði að láta öllum illum látum fyrir skemmstu og er búinn að brjóta töluvert af kísilhellunni í kringum sig. Hverinn er staðsettur rétt fyrir vestan Bakkahver og heitir ekki Manndrápshver eins og stendur á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Þetta er nýr hver.

Hverinn sem maðurinn gekk í fyrir mörgum árum heitir Bláhver. Þá var lögð götulýsing frá þjóðveginum inn í mitt þorp. Á melnum á milli Bláhvers og Bakkahvers voru brauðin bökuð í gamla daga. Heimild mín um þetta slys í Bláhver er komin frá Aðalsteini Steindórssyni, Lækjarbrún 3 í Hveragerði, en hann ólst upp á þessu svæði frá 9 ára aldri. Hann sá um að baka brauð fyrir móður sína og ýmsa í sveitinni og svo vann hann seinna við jarðborinn sem fyrstur boraði eftir heitu vatni í Hveragerði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband