Launalækkun hjá stjórnendum lífeyrissjóða

Í desember s.l. voru umræður í Morgunblaðinu um laun stjórnenda lífeyrissjóðanna og kom þá fram að sumir þeirra voru með um 1.500.000 á mánuði, t.d. í Sameinaða lífeyrissjóðnum. Sagt var að stjórnarmenn sjálfir ættu að taka ákvörðun um það hvað þeir lækkuðu mikið í launum. Síðan tæki ársfundurinn, sem haldinn var s.l. vor, ákvörðun um það hver endanleg laun yrðu. Hvernig skyldi endirinn hafa orðið á þessu?

Nú þessa dagana er verið að senda út bréf frá sjóðnum um að lækka eigi ellilífeyririnn hjá sjóðnum um 10%. Rökstuðningur þeirra hjá lífeyrissjóðnum er að þetta sé gert skv. lögum og nú sé fjármálráðuneytið búið að samþykkja ákvörðun ársfundar.

Ef það er svo, þá vil ég leggja til að lögum um lífeyrissjóði verði breytt og þetta ákvæði verði lagað þar sem segir að það skuli lækka lífeyrisréttindi ef munur á eignum og skuldbindingum er meiri en 10%. - Það er óþolandi að það sé ráðist á þá lægst launuðu í þjóðfélaginu á þennan hátt. Það mætti vel stoppa við 150.000 á mánuði, og lægri lífeyrir en það væri ekki skertur. 

Hins vegar mætti alveg hugsa sér að skerða þá meira sem hafa ofurlaunin. Mér finnst að það ætti að skoða það núna hvað stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa núna í laun og þar mætti markið fara vel niður fyrir ráðherralaun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband