Lögum um lífeyrissjóði þarf að breyta

Í almennum lögum um lífeyrissjóði er ákvæði sem segir að ef munur á eignum og skuldbindingum er meiri en 10%, þá megi þeir skerða lífeyrisgreiðslur úr sjóðunum. Hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum fóru skuldbindingar sjóðsins upp fyrir þetta mark s.l. vor og var þá samþykkt að skerða lífeyri um 10% hjá sjóðfélögum frá 1. september n.k.

Ég tel þetta vera mikið óréttlæti, að skerða lífeyri í prósentuhlutfalli yfir alla línuna og líka hjá þeim sem fá litlar bætur úr sjóðnum. Mér finnst að það ætti að vera botn sem ekki er farið niður fyrir. T.d. 150.000 kr.á mánuði.

Það er nauðsynlegt að endurskoða þetta ákvæði í lögunum. Sjóðirnir geta líka tekið það upp hjá sjálfum sér að fara ekki niður fyrir visst mark og væri þá miðað við t.d. lágmarkslaun.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband