Jarðygla

Það var sýnd hryllingsmynd í sjónvarpinu nýlega um nýjan vágest í Hekluskógum. Það voru myndir af lirfunni Jarðyglu. (Ertuyglu?) Hún er með fallegastu lirfum sem ég hef séð lengi, ljós-langrákótt og mosagræn . En þegar maður sér svona mikið af henni eins og sýnt var frá Hekluskógum þá hryllir mann svoldið við henni. Þessi vágestur ræðst á Lúpínuna og bókstaflega fer um landið eins og eldur í sinu. Hún étur blöðin svo þau verða eins og gatasigti. Þegar ég var austur í Laugardal um helgina, nánar tiltekið í bústöðum bókagerðarmanna, sá ég þar nokkrar lirfur, sem lögðust á víði, lerki og lúpínu. En þar er hún í svo litlum mæli að það er ekki hægt að segja að hún sé plága heldur viðbót við fjölbreytta náttúru. Þegar ég kom svo heim í Lækjarbrún í Hveragerði eftir helgina þá mátti greina þar nokkrar lirfur sem virðast kunna vel við sig á runna sem heitir Blátoppur, en hún leggst ekki á Hansarósina sem er við hliðina. Nú vantar mig og fleiri hér í Lækjarbrúninni upplýsingar um hvort eitthvað er hægt að gera til þess að hafa hemil á þessu skaðræðisdýri, sem kannski gæti orðið að plágu eins og í Hekluskógum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband