17.10.2007 | 08:54
Hlýnun jarðar í Þorlákshöfn
Ég varð fyrir vonbrigðum með vin minn Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara, sérfræðing Morgunblaðsins í pípulögnum eftir lestur greinar hans í Mbl í morgun, þar sem hann fullyrðir að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu tískufyrirbrigði. Ég vil benda honum á að þó nú sé að renna upp hlýindaskeið á jörðinni, þá er ennþá meiri ástæða til þess að vera á varðbergi gagnvart loftslagsbreytingum heldur en áður. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á greinum Sigurðar og klippt þær út úr Mogganum og geymt, því hann hefur skrifað mikið um hitalagnir í gólfum og það finnst mér gott, því svoleiðis er hitinn hjá mér. Ég vona bara að þessi grein Sigurðar verði ekki til þess að það flýti fyrir því að það flæði undir hann í Þorlákshöfn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.