Óbeisluð orka

Ég tek undir með Björk Vilhelmsdóttur í Morgunblaðinu í morgun. Fyrir utan mál OR þarf líka að ræða þau mál sem snúa að smærri einingum samfélagsins svo sem húsnæðismálum og málefnum gamla fólksins. ,,Við erum til hvert fyrir annað og hver og einn skiptir máli". Björk er nú orðin formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og býður til samstarfs. Húsnæðismálin eru henni ofarlega í huga. Það er vel. Ég sé ekki hvernig lágtekjufólk, skólanemendur og aðrir, eiga að fara að því að ná endum saman með hátt í 100.000 kr. í leigu á mánuði ! Mig minnir að Jóhanna Sigurðardóttir hafi líka ætlað að taka á þessu máli. Ég er viss um að samfylkingarkonurnar geta gert marga góða hluti saman. Ég vil sérstaklega benda þeim stöllum á viðtal við konu sem var í útvarpi Sögu í morgun hjá Arnþrúði Sigurðardóttur. Ég man ekki hvað hún heitir, en hún talaði um hvað hvað gamla fólkið fengi lélegt fæði á dvalarheimilunum. Þetta er sjálfsagt misjafnt, en mér fyndist að borgarstjóri, sem er að kynna sér umönnunarmál borgarinnar í dag , Björk og Jóhanna ættu öll saman, að láta gera könnun á ástandinu. Það er ekki viðunandi að fólk sé hálfsvelt á öldrunarstofnunum Reykjavíkurborgar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband