15.11.2007 | 09:49
Nýstárleg frétt
Bandaríkjamenn eru loksins að gefast upp í Írak. Vonandi láta Íslendingar aldrei aftur teyma sig í stríð og snúa baki við þessum stríðsherrum.
,,Fulltrúardeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt 50 milljarða dala aukafjárveitingu sem ætlað er að fjármagna stríðrekstur Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Fjárveitingin er hinsvegar háð þeim skilyrðum að George W. Bush Bandaríkjaforseti verði að hefja brottflutning hermanna frá Írak innan 30 daga og stefnt sé að því að bandarískir hermenn hverfi frá Írak í desember á næsta ári.
Í frumvarpinu er einnig lagt blátt bann við pyntingum. Fulltrúardeildin samþykkti aðeins 50 milljarða dala aukafjárveitingu í stað 200 milljarða dala líkt og Bandaríkjastjórn óskaði eftir."
Frétt sem birtist efst á mbl.is í morgun er komin langt aftur fyrir kl. 10, en það er rétt að lesa hana því hún segir margt um ástandið meðal almennings í Bandaríkjunum. Bush lætur sig ekki en almennir borgarar hugsa sitt ráð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Facebook
Athugasemdir
Því miður hefur Bush nú þegar sagt að hann myndi hafnar þetta frumvarp. Þá þarf fulltrúardeildin 2/3 meirihluti til samþykkja lögin án Bush, og það lítur ekki vel út. En flestir Bandaríkjamenn eru orðnir dauðþreyttur af stríðinu. Veit ekki af hverju Bush nennir ekki að hlusta á sín eigin þjóð.
Paul Nikolov, 15.11.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.