Samkeppnisstofnun á villigötum

Það er ástæða til þess að endurskoða lögin um Samkeppnisstofnun. Afhverju? Jú, þau virka öfugt. Varðandi  matvöruverslanir á almennum markaði, þá er útkoman sú að Bónus, sú verslun sem hefur boðið lægsta verð undfarin 20 ár og bjargað mörgum alþýðuheimilum, t.d. með því að hafa mjólkina á mjög lágu verði, sú verslun er kærð og látin svara til saka um ólöglega samkeppni. Ég get nefnt sem dæmi um vinsældir Bónusbúðanna, að fólk kemur hingað til Hveragerðis, alla leið frá Þorlákshöfn, til þess að versla, vegna þess að þeir hafa enga Bónusbúð þar nið´rá ströndinni. - Varðandi verslun með bækur þá er dæmið þannig. Jóhanni Páli í Forlaginu var skipað að losa sig við eitthvað af útgáfubókum sínum vegna þess að hann hefði svo stóra sneið af heildarútgáfu bóka. Jóhann bauð þá til sölu útgáfuréttinn á bókum Laxness og eitthvað fleira. Enginn bauð í réttinn og útkoman er sú að bækur nóbelsskáldsins eru ekki lengur til á markaði. Er einhver sem skilur svona ráðslag. Þeir sem sitja í Samkeppnisstofnun ættu að fara í endurmenntun. Það er nóg í boði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Svanur Jóhannesson;   Takk fyrir góðan og þarfan pistil.  Ekki er nú öll vitleysan eins.  Forveri Samkeppnisstofnunar hét "Verðlagseftirlitið".  Í stjórn þess voru m.a., fulltrúar verslunarinnar sem engu réðu og svo fulltrúar verkalýðsfélaganna sem öllu réðu og þá með álíka annarlegum sjónarmiðum og nú er, að refsa mönnum og dæma sem glæpamenn fyrir að gefa mjólk með matnum (öðrum innkeyptum vörum) og selja marga aðra vöru á ótrúlega lágu verði. 

Hversvegna er ekki lokað hjá "Mæðrastyrksnefnd", "Vetrarhjálpinni", "Fjölskylduhjálpinni", "Samhjálp" og "Hjálpræðishernum"??  Þessar stofnanir virðast vera að stofna "Frjálri verslun" í stórhættu!!

Verðlagsefitrlitið var í raun "álagningareftirlit".  Það virkaði þannig að gefin var út skrá yfir hve mörg prósent (%) mátti leggja á innflutningsverð hinna ýmsu vörutegunda, mismunandi eftir vörutegundum, ásamt sannanlegum (eða áætluðum af Verðlagsstofnun) kostnaði.  T.d., þá mátti leggja á gúmmístígvél 7,2%.  (Hvernig borgar maður laun og annan rekstrarkostnað með slíku?)  Það þýddi að ekki borgaði sig að kaupa inn ódýra vöru, heldur varð að kaupa dýrari vöru til að fá hærri álagningu í krónutölu.  Þá kom spillingin eða öllu heldur "neyðin kennir naktri konu að spinna" heilkennin.  Þá létu heildsalar leggja "umboðslaun" á vöruna erlendis, bæði til að gera vöruna dýrari þannig álagningin í krónutölu varð hærri og svo fengu þeir falda álagningu sem síðar skilaði sér ekki til skattsins né í gjaldeyrissjóðinn. 

Varðandi endurmenntun þeirra sem sitja í Samkeppnisstofnun, þá hef ég eina uppástungu;  

FYRRI HLUTI starfsmenntunar; Sex (6) mánaða starfskynning (launuð vinna á Bónus launum) í Bónus, fyrsta mánuð við hlið innkaupastjóra, 1 mánuð á lager, 1 mánuð að raða í hillur, 1 mánuð á kassanum og við að hlusta á kvartanir, 1 mánuð við launaútreikninga og svo aftur 1 mánuð (síðsta) við hlið innkaupastjóra.

SEINNI HLUTI starfsmenntunar;  Sex (6) mánaða (launuð vinna á "kaupmapurinn á horninu" launum) í versluninni Kjötborg ehf, Ásvallagötu 19, 101-Reykjavík við alhliða störf; innkaup, vörumóttöku, raða í hillur, þrif, afgreiðslu, sölu, heimkeyrslu pantaðrar vöru o.s.frv., vinnutími: alla opnunardaga og venjulegur vinnutími eigenda. 

Þá komast þessir menn að því hversvegna þessi mjög ágæta verslun Kjötborg er ekki út um allt Höfuðborgarsvæðið og dreifð út um allt land.

Kær kveðja, Björn bóndi    

Sigurbjörn Friðriksson, 23.12.2008 kl. 11:12

2 identicon

Þetta er virkilega skemmtileg söguskýring á því hvernig markaðsráðandi fyrirtæki starfa.  Séðst vel að þið eruð inn í málunum eða hitt þó heldur.

itg (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

igt (IP-tala skráð);   og Svanur Jóhannesson, Gleðilega Jólahátið og takk fyrir skoðanaskiptin.  Far í Guðs friði.

Kær kveðja, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 24.12.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband