Bókaveisla í Kolaportinu

Það var alveg óvenjulega líflegt í Kolaportinu um helgina. Stærsti fornbókasalinn er að hætta og lækkaði verðið niður í 100 - 300 kr. Þeir sem eru í þessum bransa alla daga fóru hamförum og höfðu aldrei komist í jafn feitt. Og ég verð að segja það að þarna mátti sjá margan góðan gripinn sem ekki er oft á glámbekk. Ég náði t.d. í Minningarrit um Ungmennafélög Íslands 1907-1937 í samantekt Geirs Jónassonar á 300 kr. - Gjafverð, fyrir þetta grundvallarrit um merka hreyfingu, sem mér finnst að ætti að vera skyldulesning í framhaldsskólum landsins. Þarna er sagt frá brautryðjendunum sem skópu lýðveldið og stofnuðu ungmennafélögin. Þá var þarna mikið safn ýmissa góðra ljóðabóka sem eru orðnar mjög sjaldgæfar. - Það væri mikill sjónarsviptir að því ef Kolaportið yrði lagt niður á þessum stað sem það er núna. Þetta er eins og mikil og góð félagsmiðstöð, þar sem fólk kemur saman um helgar og spjallar og fær sér kaffibolla eða verslar lítið eitt. Ég held að ráðamenn ættu að líta til þess að hlúa frekar að þessari starfsemi heldur en að leggja hana niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg sammála þér.  Leyfa breydd mannlífsins, en ekki alltaf einblýna á eitthvað sem er flottara eða fínna.  Lífið krefst fjölbreytileika, þar sem allir eiga aðgang.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband