Það blæðir úr morgunsárinu

GUÐ

andi minn glímdi við guð
og það var gasalegt puð
þjáningin þakti mitt borð
með þögninni sekri um orð

Jónas E. Svafár

Mér datt í hug þetta ljóð eftir Jónas vin minn þegar ég las um myndlistasýningu hans sem nú stendur yfir í Hoffmannsgallerí Reykjavíkurakademíunnar. Ég kynntist Jónasi um 1950 í Reykjavík. Ég keypti fyrstu bókina hans ,,Það blæðir úr morgunsárinu" af honum sjálfum. Hann seldi hana á götunum. Hann sat inni á veitingahúsum og teiknaði myndir og orti ljóð. Þetta voru miklir umbrotatímar í ljóðagerðinni. Sumum af kunningjum mínum var uppsigað við Jónas og sögðu að hann væri ekkert skáld. Sögðu söguna af því þegar hann datt á hausinn í Rauðhólaskálanum og skáldskapur hans hefði breyst upp frá því. Þetta var náttúrlega ekkert nema öfund. Það mátti ekki fara út af vissri línu í daglegri hegðun og framsetningu í máli og myndum. Nú er Jónas talinn hafa verið frumkvöðull í listinni að mörgu leyti. Ingólfur Örn Arnarsson myndlistarmaður spyr þarna í greininni hvað hafi orðið af myndunum hans Jónasar. Ég man eftir því að Jón Ingólfsson húsamálari, sem nú er látinn, safnaði á tímabili myndum eftir hann, en ég veit ekki hvað varð um þær. Ég á allar bækurnar hans Jónasar með eiginhandaráritunum og þær segja allar eitthvað sem enginn annar hefði getað sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég man ekki betur en að við hjónin eigum eina smámynd eftir Jónas, við fengum myndir frá tengdaföður mínum Skafta Sigþórssyni, en hann var með innrömmunarverkstæði.  Þeir voru félagar Jónas og hann og fleiri listamenn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Svanur Jóhannesson

Já, ég man vel eftir Skafta Sigþórssyni. Hann var einn af föstu púnktunum í tilverunni í gömlu Reykjavík. Mig minnir að hann hafi verið í hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar og spilaði á saxófón. En var hann ekki líka í Sinfóníunni og spilaði á fiðlu? Nú, og svo samdi hann líka lög.

Svanur Jóhannesson, 18.9.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband