Persson hinn sænski

Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar hélt ræðu hér á Íslandi í dag og var töluvert ánægður með sjálfan sig. Hann er talinn að hafa leitt Svía út úr fjármálakreppunni sem geisaði þar um 1992. Hann sagðist hafa verið hataðasti maður Svíþjóðar á þessum tíma. Hann þóttist samt ekki vilja segja okkur fyrir verkum, en taldi að það hefði verið gott hjá Svíum að ganga í ESB og aðspurður fannst honum óráð að skipta um stjórn við þessar aðstæður. - Ég spyr nú! Hugsar Persson ekkert út í það, að það treysta fáir Íslendingar þeirri ríkisstjórn sem núna situr við stjórnvölinn. Hins vegar var eitt gott sem hann sagði og það var það, að við ættum ekki að framkvæma allt sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segði okkur að gera, heldur gera það sem við teldum að best væri að gera.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband