Sicko

Hvað er Sicko? Það er kvikmynd um heilbrigðisþjónustu Bandaríkjanna. Hún er með bestu myndum sem ég hef séð lengi, mjög vel gerð og sýnir á hnittinn hátt hvað Bandaríkin eru raunverulega mikið á eftir öðrum ríkjum í heilbrigðismálum. Fólk þarf að vera tryggt hjá einhverju tryggingarfélagi til þess að það sé tekið inn á spítala, annars er því bara hent út á götuna. Í myndinni er gerður samanburður við önnur lönd og mig minnir að Bandaríkin séu í 17 sæti. Við ættum frekar að taka okkur Evrópulönd til fyrirmyndar heldur en þennan hrylling sem viðgengst í þessu mesta ,,lýðræðisríki heims" Bandaríkjunum. Í Bretlandi, Frakklandi og Kanada er heilbrigðisþjónustan ókeypis. Jafnvel á Kúbu er hún greidd af almannafé. Besta heilbrigðisþjónustan á vegum Bandaríkjanna er í Quantanamo fangelsinu á Kúbu. Í guðana bænum sjáið þið Sicko, það er síðasta tækifærið í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband