Framlenging á Sicko

Í gær hvatti ég ykkur til að sjá kvikmyndina Sicko, síðasti dagur væri í gær. Nú verður hún sýnd áfram, líklega vegna þess að það hefur verið svo góð aðsókn. Ég hvet ykkur til þess að fara nú á bíó og sjá þessa velgerðu og fróðlegu mynd. Það er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir því hvernig það þjóðfélag er sem við erum alltaf að færast nær og nær. Það getur verið að augu ykkar opnist fyrir þessu slæma þjóðfélagi sem er í vestri. Amerísk menning er ekki að mínu skapi. Byssumyndir og fjandsamlegt þjóðfélag á allan máta. Nei takk. Veljum heldur evrópska menningu eins og hún er best.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Nákvæmlega, eins og talað út úr mínum munni, við stefnum í þessa átt, leynt eða ljóst. Þessi og annar Michael More áróður á erindi til okkar Íslendinga ef við ætlullm ekki að enda eins og Kaninn. Það er þarft að vekja athygli á þessar mynd.

Kristjana Bjarnadóttir, 30.8.2007 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband