Nýtt stríð í austri

Bandaríkin eru að undirbúa nýtt stríð í Austurlöndum, nú gegn Íran. Frá þessu var sagt í ríkisútvarpinu í fyrrakvöld. Það er meira að segja svo að þau eru tilbúin með hernaðaráætlun. Það á fyrst að varpa sprengjum á kjarnorkuver Írana og síðan á að hefja stanslausar sprengjuárásir á allar helstu borgir þeirra í nokkrar vikur !!! Það virðist ekki vera nóg aðgert í því að drepa fólk. Fyrst Persaflóastríðið, svo Afganistan og þá Írak og enn er barist þar. Bush sagði nýlega að þar yrði staðsettur her um ókomin ár og gerði ráð fyrir langri hersetu. Sagt er að Bandaríkin ætli að tryggja sér olíulyndir á þessum slóðum. Fleiri hundruð þúsunda af óbreyttum borgurum, aðallega konur og börn hafa fallið og sjálfir missa þeir svo og svo marga hermenn á hverjum degi.

Af hverju þegja allir!!! - Það er kominn tími til að þjóðir heims rísi upp á móti þessum heimsvaldasinnum í vestri. Mér finnst að við ættum að skera upp herör gegn Bandaríkjamönnum. Við eigum að hætta að kaupa vörur þaðan. Þegar ég kom í Hagkaup í dag var búið að dreifa bandaríska fánanum um alla búð og auglýstir voru ,,Amerískir dagar". ??? Ég segi stopp! Kaupum ekki amerískar vörur. Við þurfum ekkert á þeim að halda.

Við þurfum heldur ekki neinn her. Burt með Norðmenn og dani. Við þurfum ekki á þeirra her að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Bandaríkjamenn eru mestu hræsnarar heimsins. Þ.e. Stjórnmálamennirnir þeirra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband