Færsluflokkur: Vísindi og fræði
24.8.2009 | 22:09
Arnarstofninn í sókn
19.8.2009 | 15:20
Nýr hver á gamla hverasvæðinu í Hveragerði
Þessi hver byrjaði að láta öllum illum látum fyrir skemmstu og er búinn að brjóta töluvert af kísilhellunni í kringum sig. Hverinn er staðsettur rétt fyrir vestan Bakkahver og heitir ekki Manndrápshver eins og stendur á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Þetta er nýr hver.
Hverinn sem maðurinn gekk í fyrir mörgum árum heitir Bláhver. Þá var lögð götulýsing frá þjóðveginum inn í mitt þorp. Á melnum á milli Bláhvers og Bakkahvers voru brauðin bökuð í gamla daga. Heimild mín um þetta slys í Bláhver er komin frá Aðalsteini Steindórssyni, Lækjarbrún 3 í Hveragerði, en hann ólst upp á þessu svæði frá 9 ára aldri. Hann sá um að baka brauð fyrir móður sína og ýmsa í sveitinni og svo vann hann seinna við jarðborinn sem fyrstur boraði eftir heitu vatni í Hveragerði.
Vísindi og fræði | Breytt 20.8.2009 kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 09:33
Prentminjasafn á Hólum
Nú er verið að grafa upp gömlu prentsmiðjuna á Hólum í Hjaltadal, sem Guðbrandur Þorláksson biskup kom á fót á 16.öld. Það var nokkurn veginn vitað hvar hún var, en ekki með vissu. Í túninu var örnefnið Prentsmiðjuhóllinn" og þar var grafið og þar fannst prentsmiðjan.
Mikið af minjum hefur fundist og má sjá ýmislegt af því nú þegar á Þjóðminjasafninu í Reykjavík. Við erum heppin og rík Íslendingar að þetta hefur komið í dagsljósið. Þarna eigum við miklar gersemar sem við þurfum að varðveita á veglegan hátt.
Nú liggur beinast við að koma upp prentminjasafni á þessum merka sögustað. Það er reyndar byrjað að undirbúa það. Hólanefnd hefur ákveðið að koma á fót fyrsta prentminjasafni landsins. Nú þurfa allir bókagerðarmenn að leggjast á eitt og styðja við þessa ákvörðun nefndarinnar.
Árið 1940 á nafndegi Jóhanns Gutenbergs 24. júní fóru prentarar og aðrir bókagerðarmenn í merka för norður að Hólum og færðu Hóladómkirkju Guðbrandsbiblíu að gjöf. Það sýndi hvað stéttin mat mikils þennan stað og verk Guðbrands. Nú þurfum við að bæta um betur og koma þar upp veglegu prentminjasafni.
28.10.2007 | 14:46
Fuglablogg
SVANIR og ÁLFTIR: Það var einkennilegt að vakna upp við það um kl. 04 í nótt sem leið, að stór svanahópur flaug kvakandi yfir Hveragerði og hélt í austurátt. Hvað var að ske. Það var fyrsti vetrardagur í gær og það var byrjað að snjóa. Það snjóaði síðan í alla nótt og það var kominn um 10 cm jafnfallinn snjór í morgun þegar ég vaknaði aftur. Ég fór ósjálfrátt að hugsa um svanina og hvernig þeim liði í svona flugi á milli staða. Þetta hlýtur að vera mikil áraun fyrir þá og ég skil ekki hvað þeir eru duglegir að reyna að bjarga sér. - Í síðustu viku fór ég til Reykjavíkur og þá sá ég svani á Fóvelluvötnunum í allri þeirri æðislegu rigningu sem þá var. Hver einasti þeirra var með hausinn á kafi í vatninu kolmóruðu eftir rigningarnar að reyna að ná sér í næringu úr álftalaukunum sem vaxa þarna á botni tjarnanna. Vor og haust safnast álftirnar þarna saman og þegar ég sé þær á vorin finnst mér vorið vera komið fyrir alvöru.
ÞRESTIR: Fyrir nokkrum dögum kom frost hér í Hveragerði og það var gaman að sjá þrestina hópast hér að húsinu og tína fræ og annað smálegt hér á blettinum. Þeir voru svo gæfir að það mátti hér um bil ganga að þeim. Ég setti út epli og þeir komu mjög fljótlega og gogguðu í það lengi dags. Síðan hafa þeir ekki sést enda ekki frost nema smávegis um hánóttina.
AUÐNUTITTLINGAR: Hér er þó nokkuð af Auðnutittlingum, en það er vont að sjá þá. Maður þekkir þá helst af hljóðinu sem þeir gefa frá sér. Langt eins og vein. Það er mjög auðvelt að laða þá að sér með matgjöfum. Það fást fræpokar í verslunum eins og t.d. Europris. Og svo má gefa þeim páfagaukafræ. Það finnst þeim gott.
Einkennisfugl Hveragerðis TJALDURINN og fleiri vaðfuglar auk máfanna eru löngu farnir. Spörfuglarnir sem eru staðfuglar hér eru Starri og Hrafn. Þeir eru ekki margir en sjást hér daglega. Starrarnir fara hér um bæinn í hópum bæði sumar og vetur. Fíllinn verpir hér í Hamrinum fremst ofarlega og hann er sjálfsagt löngu farinn. - Fuglar sem hafa sést hér en eru sjaldgæfir eru Örn og Hegri, en meira um það seinna.
31.8.2007 | 21:26
Jarðygla - framhald
23.8.2007 | 08:30
Jarðygla
Vísindi og fræði | Breytt 31.8.2007 kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)