Röksemdir fyrir fleiri álverksmiðjum hrundar

Á einni nóttu hrundu allar röksemdir sjálfstæðismanna og Framsóknar um að rétt væri að byggja hér fleiri álverksmiðjur til þess að bæta stöðu íslensks atvinnulífs. Álverð hefur skyndilega lækkað svo mikið að við getum ekki treyst á það lengur til að afla gjaldeyris. Sömu rökin hafa verið notuð hér undanfarin ár og voru uppi á sjöunda áratugnum þegar verið var að reisa álverksmiðjuna í Straumsvík. Þá átti hún að bjarga öllu þegar sjávarútvegurinn var alltaf á heljarþröm. - Ég er alveg viss um það að smáiðnaður er miklu betri leið til þess að bjarga okkur í þeim nauðum sem við erum í núna heldur en stóriðja. Ég tala nú ekki um það hvernig á málum hefur verið haldið, að selja útlendingum orkuna fyrir smánarverð og hvað kostar það okkur. Eyðileggjum heil útivistarsvæði með fallegri náttúru. Er virkilega meiningin að bora um 100 borholur á Hellisheiði?!!! Núna hafa verið boraðar um 50 og þá kemur í ljós að brennisteinsmengunin er svo mikil í Reykjavík, að það fellur á silfur, snertifletir í viðkvæmum tæknibúnaði eyðileggjast og það þriðja er, að mengunin gæti verið hættuleg fólki í nágrenni við virkjanirnar.

Við eigum ekki að byggja fleiri álverksmiðjur fyrir útlendinga. Við eigum að geyma orkuna og nota hana fyrir okkur sjálf, seinna.Hér ætti heldur að efla íslenskan iðnað og bæta við allskonar smáiðnaði eins og Danir hafa gert. Við ættum að beina menntuninni inn á aðra braut og innleiða skyldunám í handiðnaði, þegar barnaskóla lýkur. Við höfum ekki þörf fyrir alla þessa menntun í lögfræði og viðskiptum. Svo er það listiðnaðurinn og hönnunin sem býður okkur upp á svo margt á svo mörgum sviðum. Byggjum upp nýtt Ísland með nýrri hugsun, færumst nær Evrópu en fjarlægjumst Ameríku.


mbl.is Getum ekki treyst á álið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Góð ábending, smáiðnaður er mikilvægur. Varðandi menntakerfið þá hefur sú þróun verið ráðandi að fólk í grunnskólum þarf að velja sér menntaveg fyrr og fyrr. Þ.e. velja milli námsleiða og skóla. Mikill meirihluti skólaplássa í framhaldsskólum er tengdur bóknámi, það er ódýrara að kenna það en iðnaðinn. Það þýðir að afar fáir fara í iðnskólana, aðallega þeir sem hafa ekki sýnt nægilegan námsárangur til þess að fara í bóknámið. Þetta er sú sýn sem áhrifagjarnir unglingar fá á iðnnám, að það sé fyrir tossa.

Þess vegna gæti verið skoðunarvert að halda skólakerfinu blönduðu alveg framundir stúdentspróf, því maður áttar sig allajafna ekki á því hvað mann langar að vinna við í framtíðinni fyrr en um þann atburð eða aldur. Sjálfur hélt ég ekki áfram í háskólanám fyrr en á 27 aldursári. Ákvarðanir sem ég tók á táningsaldrinum höfðu samt bein áhrif á þá möguleika sem ég hafði á námi, þar eð ég fór erlendis í nám.

Að sjálfssögðu eru ekki allir eins en með því að láta 13 ára krakka velja sér námsleiðir gæti verið að flokka óþarflega snemma í dilka. Á kostnað betra samfélags til lengri tíma, þó sparnaðurinn sjáist strax í næsta fjárlagafrumvarpi.

Jón Finnbogason, 12.12.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband