13.12.2008 | 08:47
Hverjir eiga sökina?
Hannes Hólmsteinn prófessor: Hann er aðalpáfinn sem á mesta sök á því hvernig komið er fyrir okkur núna. Frjálshyggjuröflið í honum s.l. 30 ár er líklega það sem margir háttsettir menn í Sjálfstæðisflokknum hafa smitast af.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri: Það var hann sem gaf tóninn með háu launin. Skapofsamaður sem aldrei hefði átt að koma nálægt pólitík, stórhættulegur eiginhagsmunaseggur og skrítið að hann skyldi trúa öllu sem Hannes Hólmsteinn predikaði. Maður fer óvart að hugsa til Þriðja ríkisins.
Geir H. Haarde forsætisráðherra: Maðurinn sem framkvæmir frjálshyggjustefnuna og hefur komið því í verk sem hún boðar, t.d. einkavæðinguna og að lækka skatta hjá fyrirtækjum.
Fjármálaeftirlitið: Jónas Fr. Jónsson með 1.700.000 kr. mánaðarlaun og fyrir hvað? Fyrir að fylgjast ekki nógu vel með. Þá hefði verið betra að hafa Gísla Gíslason í Speli sem forstjóra.
Stjórn:
Aðalstjórn: Jón Sigurðsson, hagfræðingur, formaður,Sigríður Thorlacius, lögfræðingur, varaformaður,Stefán Svavarsson, endurskoðandi.
Varamenn:Kjartan Gunnarsson, skrifstofustjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti,Þuríður Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður,Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabanka Íslands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2008 kl. 13:54 | Facebook
Athugasemdir
Nú höfum við hvort upp á komónisman hrynja fyrir nokkrum árum nú er kapítalisminn einnig hrunin við eigum að ver með blandað hagkerfi og félagsleg lausnir í stjórnun, þá þarf aftur að koma því inn hjá öllum að hver og einn á að láta sér málin varða og skipta sé að því hvernig stofnanir og félög starfa það hefur ekki verið nema örfáir af yngra fólki landsins sem hafa mætt á fundi um félagsmál svo sem í verkalýðshreyfingunni tala nú ekki um í samvinnufélögum, flestir hafa gert kröfur en ekki vilja leggja neitt ámóti.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.12.2008 kl. 22:40
Já ég er alveg sammála þér Jón Ólafur, það þarf að ala þjóðina miklu betur upp í félagslegu tilliti, svo sem í verkalýðshreyfingunni. Verkalýðshreyfingin þarf að endurheimta rétt sinn til lífeyrissjóðanna en ekki að láta atvinnurekendur stjórna þar á móti okkur. Við eigum þessa sjóði. Og afhverju eiga opinberir starfsmenn og þingmenn og ráðherrar að fá mörgum sinnumi hærri eftirlaun en við? Það erum þó við sem borgum eftirlaunin þeirra. Hvaða óréttæti er þetta?
Svanur Jóhannesson, 16.12.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.