17.10.2007 | 08:54
Hlýnun jarðar í Þorlákshöfn
16.10.2007 | 12:28
Ráðist á gamla fólkið
Spara á matinn. Hvernig er það, eru engin takmörk fyrir því hvernig hægt er að koma fram við gamla fólkið. Frétt í Fréttablaðinu í gær bendir til þess að nú eigi að fara að spara við það í mat á hjúkrunarheimilum Reykjavíkur. Og það fylgir fréttinni að orsökin sé ákvörðun Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur í fyrra að hækka laun starfsfólks. Mér finnst að nýja borgarstjórnin ætti að taka strax á þessu máli. Þetta má aldrei verða og ég skil ekki þessa ákvörðun Velferðarsviðs borgarinnar. Nú er búið að setja nýja manneskju í velferðarmálin og þá finnst mér að hún ætti að taka strax á þessu.
Svo er annað sem snýr að gamla fólkinu sem dvelur á öldrunarstofnunum. Það er látið borga með sér stundum tugi þúsunda króna á mánuði ef það fær einhverjar aukatekjur. Ég held að þetta hafi viðgengist lengi og snýr að Tryggingastofnun og öllum reglugerðarfrumskóginum þar. Á þessu ári komu ný lög sem áttu að taka fyrir þetta óréttlæti. Ég veit um tiltekið dæmi þar sem greiðslan var áður um 50.000 kr. á mánuði, en eftir breytinguna fór greiðslan niður í 25.000 kr. - Mér finnst að það ætti að afnema svona greiðslur. Gamla fólkið er búið að leggja svo mikið að mörkum til þjóðfélagsins í gegnum allt sitt líf að það ætti ekki að þurfa að borga með sér þegar það dvelst á öldrunarstofnun.
Það komst upp í fyrra að það var ekki þvegið af gamla fólkinu á sumum öldrunarstofnunum borgarinnar. Það hafði verið ákveðið að spara og aðstandendum var fengið þetta starf í hendur sem sumir voru orðnir aldraðir. Þvottahús hafði verið á sumum af þessum stöðum, en þau voru ekki lengur notuð vegna þess að það átti að spara. Þessu var svo kippt í liðinn, rétt fyrir kosningar. Það er grátlegt að það þurfi kosningar til þess að menn fari að hugsa af sanngirni.
Þá eru það lyfjamálin. Sumt gamalt fólk er svo heilabilað að það getur ekkert tjáð sig um þessi mál. Það getur ekki mótmælt, því það er ekkert mark tekið á því sem það segir. Það er bara álitið ruglað. Ég hef stundum haft það á tilfinningunni að það sé verið að gefa þessu fólki alltof mikið af lyfjum. Gamall og hrumur líkami þolir ekki þessa meðferð. Ef aðstandendur vilja skipta sér af þessu þá er því svarað á þann hátt að það hafi ekki vit á hlutunum. Mér finnst að það ætti að fara í saumana á þessum málum og móta almenna stefnu, en það ætti ekki að láta læknana alfarið um þessi mál.
Það eru mörg atriði sem betur mættu fara á elliheimilunum. Ég hef grun um að öldrunarheimilin í Reykjavík séu langt á eftir tímanum, en út á landi sé oft betri aðbúnaður að mörgu leyti. Það væri gott ef haldin væri ráðstefna um þessi mál. Við þurfum að taka upp hanskann fyrir gamla fólkið, því oft hefur það ekki burði til þess sjálft.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2007 | 12:21
Svikamyllan REI
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2007 | 10:14
Himinbrún mótmælt
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 11:15
Vatnið heima, ó, Drottinn minn!
Þegar ég las pistil Sigurðar Grétars Guðmundssonar í Mogganum í morgun, ,,Telitað vatn úr kalda krananum" , þá kom strax í huga mér ljóð Nordahls Griegs, VATN í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Skáldið var statt á vínkrá í Shanghai og hugsar til vatnsins hreina heima í Noregi.
Vatn sem streymir, vatn sem niðar
vor og haust með sínu lagi.
Geturðu skilið þessa þrá?
Ekki sem hér eystra - þræsið
ýlduskólp, sem mógult flýtur
fram með rek af rottulíkum,
ræsaþef og forardaun.
Eitt sinn er ég féll í freistni
fyrir mínum þorsta, fékk ég
sjúkravist í syndarlaun.
Vatnið hreina, vatnið heima,
vatn sem lagst er hjá og þambað,
- þetta vatn mér veldur þrá.
Kannski er hlý og hæglát rigning.
Hljóðfall dropa úr björk og lyngi
kliðar létt við kaldan strauminn.
Kannski er yfir þoka grá.
Þetta er nú aðeins hluti af ljóðinu, sem í heild verkar svo sterkt á mann að maður kemst í hálfgerða vímu við lestur þess. Þess vegna varð ég hálf hissa eitt sinn þegar ég var staddur út í Noregi í hópi Norðurlandabúa að Norðmennirnir könnuðust varla við Nordahl Grieg. Sumir höfðu aldrei heyrt hann nefndan. Mér datt í hug hvort kratapólitíkin hefði haft þessi áhrif, af því Nordahl var kommúnisti, að hann hefði hreinlega týnst í sínu eigin föðurlandi. En burtséð frá því. Magnús Ásgeirsson á þakkir skyldar fyrir að kynna okkur Íslendingum eitt af bestu skáldum tuttugustu aldarinnar. Kannski bætti Magnús hann upp með sínum frábæru þýðingum.
Það eru ófagrar lýsingar Sigurðar Grétars Guðmundssonar af kalda vatninu í Reykjavík. Mér datt í hug eitt sinn þegar ég skrúfaði frá kalda krananum í íbúð okkar í Fellsmúla upp á 4. hæð. Það hefur líklega verið áður en farið var að bora eftir vatni og vatnið kom beint úr Gvendarbrunnunum, að þá kom dautt síli úr krananum og flaut upp í vaskinum. Þættir Sigurðar í Mogganum eru mjög til fyrirmyndar og oft klippi ég þá út og geymi.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 23:14
Nýtt stríð í austri
Bandaríkin eru að undirbúa nýtt stríð í Austurlöndum, nú gegn Íran. Frá þessu var sagt í ríkisútvarpinu í fyrrakvöld. Það er meira að segja svo að þau eru tilbúin með hernaðaráætlun. Það á fyrst að varpa sprengjum á kjarnorkuver Írana og síðan á að hefja stanslausar sprengjuárásir á allar helstu borgir þeirra í nokkrar vikur !!! Það virðist ekki vera nóg aðgert í því að drepa fólk. Fyrst Persaflóastríðið, svo Afganistan og þá Írak og enn er barist þar. Bush sagði nýlega að þar yrði staðsettur her um ókomin ár og gerði ráð fyrir langri hersetu. Sagt er að Bandaríkin ætli að tryggja sér olíulyndir á þessum slóðum. Fleiri hundruð þúsunda af óbreyttum borgurum, aðallega konur og börn hafa fallið og sjálfir missa þeir svo og svo marga hermenn á hverjum degi.
Af hverju þegja allir!!! - Það er kominn tími til að þjóðir heims rísi upp á móti þessum heimsvaldasinnum í vestri. Mér finnst að við ættum að skera upp herör gegn Bandaríkjamönnum. Við eigum að hætta að kaupa vörur þaðan. Þegar ég kom í Hagkaup í dag var búið að dreifa bandaríska fánanum um alla búð og auglýstir voru ,,Amerískir dagar". ??? Ég segi stopp! Kaupum ekki amerískar vörur. Við þurfum ekkert á þeim að halda.
Við þurfum heldur ekki neinn her. Burt með Norðmenn og dani. Við þurfum ekki á þeirra her að halda.
17.9.2007 | 14:12
Bókaveisla í Kolaportinu
Það var alveg óvenjulega líflegt í Kolaportinu um helgina. Stærsti fornbókasalinn er að hætta og lækkaði verðið niður í 100 - 300 kr. Þeir sem eru í þessum bransa alla daga fóru hamförum og höfðu aldrei komist í jafn feitt. Og ég verð að segja það að þarna mátti sjá margan góðan gripinn sem ekki er oft á glámbekk. Ég náði t.d. í Minningarrit um Ungmennafélög Íslands 1907-1937 í samantekt Geirs Jónassonar á 300 kr. - Gjafverð, fyrir þetta grundvallarrit um merka hreyfingu, sem mér finnst að ætti að vera skyldulesning í framhaldsskólum landsins. Þarna er sagt frá brautryðjendunum sem skópu lýðveldið og stofnuðu ungmennafélögin. Þá var þarna mikið safn ýmissa góðra ljóðabóka sem eru orðnar mjög sjaldgæfar. - Það væri mikill sjónarsviptir að því ef Kolaportið yrði lagt niður á þessum stað sem það er núna. Þetta er eins og mikil og góð félagsmiðstöð, þar sem fólk kemur saman um helgar og spjallar og fær sér kaffibolla eða verslar lítið eitt. Ég held að ráðamenn ættu að líta til þess að hlúa frekar að þessari starfsemi heldur en að leggja hana niður.
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2007 | 11:19
Það blæðir úr morgunsárinu
GUÐ
andi minn glímdi við guð
og það var gasalegt puð
þjáningin þakti mitt borð
með þögninni sekri um orð
Jónas E. Svafár
Mér datt í hug þetta ljóð eftir Jónas vin minn þegar ég las um myndlistasýningu hans sem nú stendur yfir í Hoffmannsgallerí Reykjavíkurakademíunnar. Ég kynntist Jónasi um 1950 í Reykjavík. Ég keypti fyrstu bókina hans ,,Það blæðir úr morgunsárinu" af honum sjálfum. Hann seldi hana á götunum. Hann sat inni á veitingahúsum og teiknaði myndir og orti ljóð. Þetta voru miklir umbrotatímar í ljóðagerðinni. Sumum af kunningjum mínum var uppsigað við Jónas og sögðu að hann væri ekkert skáld. Sögðu söguna af því þegar hann datt á hausinn í Rauðhólaskálanum og skáldskapur hans hefði breyst upp frá því. Þetta var náttúrlega ekkert nema öfund. Það mátti ekki fara út af vissri línu í daglegri hegðun og framsetningu í máli og myndum. Nú er Jónas talinn hafa verið frumkvöðull í listinni að mörgu leyti. Ingólfur Örn Arnarsson myndlistarmaður spyr þarna í greininni hvað hafi orðið af myndunum hans Jónasar. Ég man eftir því að Jón Ingólfsson húsamálari, sem nú er látinn, safnaði á tímabili myndum eftir hann, en ég veit ekki hvað varð um þær. Ég á allar bækurnar hans Jónasar með eiginhandaráritunum og þær segja allar eitthvað sem enginn annar hefði getað sagt.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2007 | 08:43
Sicko er enn sýnd
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 21:26