Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.8.2009 | 18:55
Launalækkun hjá stjórnendum lífeyrissjóða
Í desember s.l. voru umræður í Morgunblaðinu um laun stjórnenda lífeyrissjóðanna og kom þá fram að sumir þeirra voru með um 1.500.000 á mánuði, t.d. í Sameinaða lífeyrissjóðnum. Sagt var að stjórnarmenn sjálfir ættu að taka ákvörðun um það hvað þeir lækkuðu mikið í launum. Síðan tæki ársfundurinn, sem haldinn var s.l. vor, ákvörðun um það hver endanleg laun yrðu. Hvernig skyldi endirinn hafa orðið á þessu?
Nú þessa dagana er verið að senda út bréf frá sjóðnum um að lækka eigi ellilífeyririnn hjá sjóðnum um 10%. Rökstuðningur þeirra hjá lífeyrissjóðnum er að þetta sé gert skv. lögum og nú sé fjármálráðuneytið búið að samþykkja ákvörðun ársfundar.
Ef það er svo, þá vil ég leggja til að lögum um lífeyrissjóði verði breytt og þetta ákvæði verði lagað þar sem segir að það skuli lækka lífeyrisréttindi ef munur á eignum og skuldbindingum er meiri en 10%. - Það er óþolandi að það sé ráðist á þá lægst launuðu í þjóðfélaginu á þennan hátt. Það mætti vel stoppa við 150.000 á mánuði, og lægri lífeyrir en það væri ekki skertur.
Hins vegar mætti alveg hugsa sér að skerða þá meira sem hafa ofurlaunin. Mér finnst að það ætti að skoða það núna hvað stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa núna í laun og þar mætti markið fara vel niður fyrir ráðherralaun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2009 | 13:31
Lífeyrissjóðir í umræðu síðustu daga
23.12.2008 | 20:34
Framsýn lífeyrissjóðsstjórn
Það hefur verið brotið blað í sögu lífeyrissjóðsmála á Íslandi. Þegar harðnar á dalnum fara menn að kryfja málin til mergjar og spyrja spurninga og vilja vita um upphaf sjóðanna. Af hverju sitja atvinnurekendur í stjórnum lífeyrissjóðanna? Sjómannadeild Lífeyrissjóðs Framsýnar samþykkti nýlega að krefjast þess að atvinnurekendur sætu ekki lengur í stjórn síns sjóðs, því þeir hefðu annarra hagsmuna að gæta en launþegarnir í sjóðnum. Þetta hefur ekki skeð í næstum hálfa öld. Launþegar hafa bara látið sér það lynda að atvinnurekendur væru að vasast með peninga verkalýðsstéttarinnar í alls konar vafasömum fjárfestingum og hefur nú komið á daginn að þeim er ekki treystandi lengur til að annast fjármálastjórn sjóðanna.
Ég tek heilshugar undir þessi sjónarmið þeirra og hvet alla verkalýðssinna til þess að koma atvinnurekendum frá völdum strax á næsta ári. Eins þarf að koma fleiri konum í stjórn sjóðanna, því þær eru gætnari en karlarnir.
Þegar við bókbindarar stofnuðum okkar sjóð í vinnudeilu 1959 voru gerðar nokkrar tilraunir til þess að við fengjum meirihluta í stjórn, en það var aldrei gerð nein alvarleg tilraun. Tillagan um lífeyrissjóð var sett fram í samningum þar sem við fórum fram á 15% launahækkun, en í staðinn fyrir hana fengum við 6% greiðslur í sjóðinn frá atvinnurekendum. Við borguðum sjálf 4% af okkar launum.
Síðan hefur lítið verið rætt um þetta mál í verkalýðshreyfingunni svo ég viti, en guð láti gott á vita, ef nú er viðhorfsbreyting að verða.
Óeðlilegt að atvinnurekendur sitji í stjórnum lífeyrissjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.12.2008 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2008 | 10:30
Samkeppnisstofnun á villigötum
16.12.2008 | 10:49
Fram til lýðræðis!
Það var gott að hlusta á þáttinn ,,Fram til lýðræðis" á Rás 1 í gærkvöldi. (þáttur Árna Þórs Árnasonar og Ævars Kjartanssonar) Gestur þáttarins var Sigurður Líndal og fór á kostum enda kennir hann við þrjá háskóla í landinu!!! Geri aðrir betur. Hann kom m.a. inn á Evrópuumræðuna og benti á að hún væri nú ekki mjög rökmikil, það væri eins og sumir hefðu þetta sem trúarbrögð og að það myndi bjarga öllu ef við gengjum í Evrópusambandið. Þetta er náttúrlega hin mesta fyrra. Við myndum bara færa valdið til Brussel. Og það væri alveg þveröfugt við það sem við gerðum þegar við vorum í sjálfstæðisbaráttunni forðum daga. Þetta er alveg rétt hjá Sigurði. Ákvarðanatakan færist til Brussel og það verður miklu lengra til valdhafanna. Þar af leiðandi höfum við miklu minni áhrif en við höfum nú. Ekki færum til Brussel til að mótmæla óréttlátum valdshöfum.
Ef við göngum í Evrópusambandið má búast við að það verði flutt inn svo mikið af landbúnaðarvörum frá Evrópu að íslenski landbúnaðurinn legðist niður. Og viljum við það? Landbúnaðarvörur frá S-Evrópu eru t.d. þekktar fyrir að vera svo gegnsýrðar af eitri sem sprautað er á þær að þær geta verið stórhættulegar. Nei takk þá er betra að fá íslenskar landbúnaðarvörur sem eru miklu heilbrigðari. Neytendasamtökin íslensku eru alltof höll undir þessi Evrópu-trúarbrögð. Þeir einblína bara á verðið og segja að við myndum fá ódýrari vörur, sem er rétt, en tala ekkert um heilbrigði framleiðslunnar. Það á að meta þetta út frá öllum þáttum og taka síðan ákvörðun um hvað við eigum að gera.
Sjávarútvegurinn er líka mikilvægt atriði. Nú kemur það á daginn að það er hann sem gæti helst bjargað okkur á næstunni. Bankakerfið er hrunið og ekki hægt að treysta á það lengur. Við þurfum að skapa verðmæti til að flytja út og það er nógur fiskur í sjónum kringum landið ef við bara finnum hann. Nú er von til þess að fiskigengdin sé að aukast og þá eigum við að reyna að hafa fiskirannsóknarskipin úti á sjó og leita að nýjum tegundum, en ekki að hafa þau bundin við bryggju. Nú er t.d. farið að veiða makríl í stórum stíl. Einu sinni veiddist hér ekkert af skötusel. Nú er það dýrasta fisktegundin.
Á þennan hátt eigum við að ganga fram til lýðræðis og nýs þjóðfélags.
13.12.2008 | 08:47
Hverjir eiga sökina?
Hannes Hólmsteinn prófessor: Hann er aðalpáfinn sem á mesta sök á því hvernig komið er fyrir okkur núna. Frjálshyggjuröflið í honum s.l. 30 ár er líklega það sem margir háttsettir menn í Sjálfstæðisflokknum hafa smitast af.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri: Það var hann sem gaf tóninn með háu launin. Skapofsamaður sem aldrei hefði átt að koma nálægt pólitík, stórhættulegur eiginhagsmunaseggur og skrítið að hann skyldi trúa öllu sem Hannes Hólmsteinn predikaði. Maður fer óvart að hugsa til Þriðja ríkisins.
Geir H. Haarde forsætisráðherra: Maðurinn sem framkvæmir frjálshyggjustefnuna og hefur komið því í verk sem hún boðar, t.d. einkavæðinguna og að lækka skatta hjá fyrirtækjum.
Fjármálaeftirlitið: Jónas Fr. Jónsson með 1.700.000 kr. mánaðarlaun og fyrir hvað? Fyrir að fylgjast ekki nógu vel með. Þá hefði verið betra að hafa Gísla Gíslason í Speli sem forstjóra.
Stjórn:
Aðalstjórn: Jón Sigurðsson, hagfræðingur, formaður,Sigríður Thorlacius, lögfræðingur, varaformaður,Stefán Svavarsson, endurskoðandi.
Varamenn:Kjartan Gunnarsson, skrifstofustjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti,Þuríður Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður,Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabanka Íslands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2008 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2008 | 13:34
Hátekjuskattur er sjálfsagður
Hátekjuskattur bara táknrænn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.12.2008 | 10:48
Röksemdir fyrir fleiri álverksmiðjum hrundar
Á einni nóttu hrundu allar röksemdir sjálfstæðismanna og Framsóknar um að rétt væri að byggja hér fleiri álverksmiðjur til þess að bæta stöðu íslensks atvinnulífs. Álverð hefur skyndilega lækkað svo mikið að við getum ekki treyst á það lengur til að afla gjaldeyris. Sömu rökin hafa verið notuð hér undanfarin ár og voru uppi á sjöunda áratugnum þegar verið var að reisa álverksmiðjuna í Straumsvík. Þá átti hún að bjarga öllu þegar sjávarútvegurinn var alltaf á heljarþröm. - Ég er alveg viss um það að smáiðnaður er miklu betri leið til þess að bjarga okkur í þeim nauðum sem við erum í núna heldur en stóriðja. Ég tala nú ekki um það hvernig á málum hefur verið haldið, að selja útlendingum orkuna fyrir smánarverð og hvað kostar það okkur. Eyðileggjum heil útivistarsvæði með fallegri náttúru. Er virkilega meiningin að bora um 100 borholur á Hellisheiði?!!! Núna hafa verið boraðar um 50 og þá kemur í ljós að brennisteinsmengunin er svo mikil í Reykjavík, að það fellur á silfur, snertifletir í viðkvæmum tæknibúnaði eyðileggjast og það þriðja er, að mengunin gæti verið hættuleg fólki í nágrenni við virkjanirnar.
Við eigum ekki að byggja fleiri álverksmiðjur fyrir útlendinga. Við eigum að geyma orkuna og nota hana fyrir okkur sjálf, seinna.Hér ætti heldur að efla íslenskan iðnað og bæta við allskonar smáiðnaði eins og Danir hafa gert. Við ættum að beina menntuninni inn á aðra braut og innleiða skyldunám í handiðnaði, þegar barnaskóla lýkur. Við höfum ekki þörf fyrir alla þessa menntun í lögfræði og viðskiptum. Svo er það listiðnaðurinn og hönnunin sem býður okkur upp á svo margt á svo mörgum sviðum. Byggjum upp nýtt Ísland með nýrri hugsun, færumst nær Evrópu en fjarlægjumst Ameríku.
Getum ekki treyst á álið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2008 kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2008 | 07:28
Lífeyrissjóðamál
Laun stjórnarmanna lífeyrissjóðanna voru til umræðu í gær í Morgunblaðinu og þar kemur fram að í lífeyrissjóðnum mínum, Sameinaða lífeyrissjóðnum, að þar eiga stjórnarmenn að taka sjálfir ákvörðun um hvort þeir vilji lækka í launum núna strax. Svo er það ákvörðun ársfundar að ákveða endanleg laun þeirra. Ársfundur er nú væntanlega ekki fyrr en næsta vor. Síðan segir formaður stjórnar hvað hann hafi í laun, 1 og 1/2 miljón á mánuði skilst mér, en inni í þeirri tölu eru líka laun fyrir að vera í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða. Mér finnst þetta nú vera heldur há laun fyrir ekki meira starf. Sextán sinnum meira en það sem ég fæ í eftirlaun í dag. Hann gæti alveg lækkað sig niðrí 940.000 kr. á mánuði og þætti mörgum það ansi rífleg laun. Það er áberandi núna í fjármálakreppunni hvað menn eru áfjáðir í að lækka launin sín. Það er eins og þeir sjái það núna fyrst að þau hafi kannski verið heldur há. - Á almennum fundi sem haldinn var nýlega í Sameinaða lífeyrissjóðnum var talað um það, að það þyrfti kannski að lækka eftirlaunin okkar þessara eldri sjóðfélaga, af því að það standi í lögum. Orðrétt af heimasíðu sjóðsins: ,,of snemmt er að kveða upp úr um hvort grípa þurfi til lækkunar lífeyris og réttinda um næstu áramót en lögum samkvæmt ber lífeyrissjóðum að grípa til ráðstafana ef munur á eignum og skuldbindingum er meiri en 10%." Í lok október var þessi munur um 11,3%.
Nú vil ég segja það, að ef það er eitthvert lagaákvæði sem segir að það verði að lækka lífeyrisgreiðslur okkar, þá er bara að breyta þeim í óákveðinn tíma meðan þessi fjármálakreppa varir. Þá mætti líka setja inn í þessi lög fast ákvæði um hámark launa starfsmanna og stjórnarmanna sjóðanna. Og fleiru mætti breyta, t.d. að eftirlaunafólkið sjálft ætti fulltrúa í stjórnum sjóðanna. Þá mætti líka vera ákvæði um að konur ættu jafnmarga fulltrúa og karlmenn í sjóðsstjórnunum. Það er sko sannarlega kominn tími til að þessir hópar fái aðild að stjórnum sjóðanna. Og er nokkuð vit í því að stjórnendur lífeyrissjóðanna séu á hærri launum en stjórnendur landsins.
Það er kominn tími til að endurskoða aðkomu atvinnurekenda að lífeyrissjóðunum því þeir hafa allt of mikil áhrif þar og nýta sér þau til að skara eld að sinni köku. Við bókagerðarmenn stofnuðum okkar lífeyrissjóði (prentara og bókbindara) fyrir um hálfri öld og þá var þetta gert í kjarasamningum. Samkomulag var gert við atvinnurekendur um að stofna lífeyrissjóði með því að borga 4% af launum okkar í þá og atvinnurekendur greiddu 6%. - Við höfðum krafist 15% launahækkunar fyrir þessa samninga en fengum lífeyrissjóðina í staðinn og enga launahækkun. Stjórnir bókagerðarfélaganna töldu strax og lýstu því yfir að lífeyrissjóðirnir væru eign meðlima sinna þar sem þeir greiða til þeirra af launum sínum, og ekki sé annað hægt en líta á greiðslu vinnuveitenda í sjóðina öðruvísi en sem hluta af vinnulaunum. Atvinnurekendur hafa því engan rétt til þess að hafa fulltrúa sína í stjónum sjóðanna. Burt með þá. Það er full ástæða til þess að endurskoða þessi mál nú þegar umræða er í gangi í þjóðfélaginu um ábyrgð stjórna lífeyrissjóðanna. Við sem stofnuðum lífeyrissjóðina eigum þá, en ekki atvinnurekendur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 23:58